Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3HRY
Vetrardagskrá Í.R.A. var haldið áfram í félagsaðstöðunni fimmtudagskvöldið 18. febrúar. Að þessu sinni kom Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY, í Skeljanes með erindi sem hann nefndi: „Væntanlegt stafrænt sjónvarp á Íslandi”.
Erindið var afar fróðlegt og áhugavert. Henry er hvorutveggja vel heima í fræðunum og áhugasamur um viðfangsefnið. Hann útskýrði vel tæknilegar forsendur og möguleika stafræns sjónvarps umfram hliðræntog þá möguleika sem felast í nýrri tækni. Félagsmenn höfðu margs að spyrja og var greiðlega leyst úr spurningum þeirra. Alls mættu 26 félagsmenn í Skeljanes þetta veðurmilda
fimmtudagskvöld í höfuðborginni.
Stjórn Í.R.A. þakkar Henry Arnari Hálfdánarsyni, TF3HRY, fyrir heppnað erindi og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, og Sigurbirni Þóri Bjarnasyni, TF3SB, fyrir ljósmyndir.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!