,

Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3UA

Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA flutti vel heppnað erindi í Skeljanesi þann 25. október.

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, flutti fimmtudagserindið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 25. október. Erindi Sæmundar fjallaði um fæðilínur og var mjög áhugavert. Fram kom m.a. að fæðilínur eru jöfnum höndum kallaðar flutningslínur og flytja afl (merki) á milli sendis og loftnets, yfirleitt í báðar áttir. Fram kom einnig, að flutningslínur þykja lítt áhugaverðar þegar bylgjulegdin er miklu lengri en línan sjálf. Farið var yfir mismunandi gerðir lína, standbylgjur og margt fleira. Glærur sem fylgdu erindinu verða fljótlega settar inn á heimasíðu félagsins.

Stjórn Í.R.A. þakkar Sæmundi E. Þorsteinssyni, TF3UA, fyrir erindið og Jóni Svavarsyni, TF3LMN fyrir meðfylgjandi ljósmyndir.

Sæmundur fór á áhugaverðan hátt út í “praktíska” þætti eins og t.d. gerð línuspenna úr kóaxköplum.

Fyrirspurnum úr sal var svarað strax, faglega og án allra málalenginga.

Drjúgur tími fór í yfirferð á standbylgjum, enda áhugi mikill hjá viðstöddum á efninu.

Útskýringar í kaffihléi. Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS.

Útskýringar í kaffihléi. Haraldur Þórðarson TF3HP og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 − thirteen =