Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3Y
Fimmtudagserindið þann 15. nóvember var í höndum Yngva Harðarsonar, TF3Y, og nefndist: Logbook of the World (LoTW); hvar og hvernig. Yngvi kynnti rækilega hvernig leyfishafar bera sig að við að öðlast skráningu í gagnagrunninn sem getur verið vandasamt, nema að reglum ARRL sé fylgt.
Hann sýndi einnig að auðvelt er að hafa fleiri en eina skráningu í grunninum, t.d. fyrir TF3YHN, TF3YH og TF3Y. Hann sýndi einnig hvernig farið er að því að senda dagbókargögn í grunninn og benti m.a. á að mörg dagbókarforrit bjóði valkvætt, t.d. að senda gögn strax eftir að QSO’i er lokið. Hann fór einnig vel yfir, hve þægilegt og auðvelt er að fletta í eigin gögnum í grunninum og svaraði fjölda spurninga viðstaddra. Alls mættu 29 félagar í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld og áttu ánægjulega og fróðlega kvöldstund.
Stjórn Í.R.A. þakkar Yngva Harðarsyni, TF3Y, fyrir mjög áhugavert og vel heppnað erindi.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!