,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3CW og TF3Y

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Yngvi Harðarson, TF3YH fluttu vel heppnað fimmtudagserindi í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudagskvöldið 11. febrúar. Báðir hafa verið leyfishafar um áratuga skeið og var afar fróðlegt og áhugavert að heyra umfjöllun þeirra um DX keppnir og DX leiðangra. Báðir eru jafnvígir á CW og PHONE og báðir hafa staðið fyrir keppnum frá félagsstöðinni TF3IRA sem og frá eigin stöðvum (og annarra), auk þess að hafa farið í DX leiðangra innanlands, til annarra landa í Evrópu, Ameríku og til Kyrrahafsins. Sigurður, TF3CW, sýndi fjölda ljósmynda og útskýrði, auk þess að sýna kvikmynd sem hann gerði um DX-leiðangur hans (og fleiri Norðurlandabúa) til Banaba eyju í Kyrrahafinu (T33R og T33T).

Erindið var mjög vel sótt og mættu alls 33 leyfishafar úr kallsvæðum TF1, TF2, TF3 og TF8 (auk gesta). Bestu þakkir Sigurður og Yngvi fyrir skemmtilegt kvöld ásamt þökkum til Jóns Svavarssonar, TF3LMN, fyrir að taka ljósmyndirnar sem birtast hér.

Fullt var út úr dyrum í Skeljanesinu; séð yfir hluta fundarmanna.

Siguður R. Jakobsson, TF3CW, fjallaði um keppnisþáttöku og DX leiðangra.

Benedikt, TF3CY; Yngvi TF3Y og Sigurður, TF3CW. Yngvi fjallaði um sama efni með TF3CW.

Allir stólar voru setnir.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four + fourteen =