,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3DX

Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX flutti erindi sitt „Sögur úr bílnum” í Skeljanesi þann 14. febrúar.

ilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX hefur sýnt svo um munar að það er ýmislegt hægt að gera á amatörböndunum á HF „/m” og má t.d. minna á þegar hann hafði fyrsta sambandið frá bílstöð frá TF til Japans (JA7FUJ) á CW á 160 metrum þann 17. nóvember 2009. Þetta var eitt af því fjölmarga sem fram kom í afar vel heppnuðu erindi hans í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudaginn 14. febrúar.

Vilhjálmur byrjaði þó erindi sitt mun framar í tíma, eða upp úr 1970 þegar hann byrjaði að vinna úr bílnum, aðallega á 80 metrum og síðan á 160 metrum strax þegar þeir voru leyfðir hér á landi. Hann sagðist hafa fengið „DX áhugann” mun síðar. Síðan fylgdu margar bráðskemmtilegar sögur um einstakar ferðir og tilraunir. Vilhjálmur notar eingöngu heimasmíðuð loftnet og 1

00W sendi. Hann notar spólur og mismunandi langa toppa) um 3,3 metra og 4,7 metra háa. Honum reiknast til að nýtnin á 1,8 MHz sé til dæmis um 2,5%. Alls voru um 30 félagar voru mættir í Skeljanes þetta hægláta vetrarkvöld í höfuðborgnni.

Stjórn Í.R.A. þakkar Vilhjálmi Þór Kjartanssyni, TF3DX, fyrir afar vel heppnað erindi.

Aðspurður, sagðist Vilhjálmur líklega vera kominn með nær 200 DXCC einingar (lönd) úr bílnum.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four − 4 =