Vel heppnað fimmtudagserindi TF3GL
Guðmundur Löve, TF3GL, flutti fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudaginn 29. nóvember s.l. undir heitinu: Áhugaverðar nýjungar í endurvarpsstöðvum á VHF/UHF.
Hann fjallaði m.a. um samanburð á merkjum frá endurvarpa, bílstöð og handstöð á VHF og UHF, út frá mismunandi tæknilegum forsendum og mismunandi staðsetningu endurvarpa, s.s. á Skarðsmýrarfjalli, Skálafelli, í Bláfjöllum, Vestmannaeyjum, á Garðskaga og víðar. Guðmundur sýndi m.a. afar áhugaverðar útbreiðslumyndir í Radio Mobile forriti VE2DBE.
Miklar umræður fóru fram yfir kaffibollum (og dönskum piparkökum) og síðan færðu menn sig yfir á tússtöfluna eftir að formlegu erindi lauk. Alls mættu 25 félagsmenn í Skeljanes þrátt fyrir rigningu og hvassviðri í höfuðborginni og áttu saman fróðlega og skemmtilega kvöldstund.
Stjórn Í.R.A. þakkar Guðmundi Löve, TF3GL vel heppnað og áhugavert erindi og TF3JB og TF3SB,
fyrir myndatökuna.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!