,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3GL

Guðmundur Löve TF3GL flutti erindi um endurvarpsstöðvar á VHF/UHF í Skeljanesi 29. nóvember.

Guðmundur Löve, TF3GL, flutti fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudaginn 29. nóvember s.l. undir heitinu: Áhugaverðar nýjungar í endurvarpsstöðvum á VHF/UHF.

Hann fjallaði m.a. um samanburð á merkjum frá endurvarpa, bílstöð og handstöð á VHF og UHF, út frá mismunandi tæknilegum forsendum og mismunandi staðsetningu endurvarpa, s.s. á Skarðsmýrarfjalli, Skálafelli, í Bláfjöllum, Vestmannaeyjum, á Garðskaga og víðar. Guðmundur sýndi m.a. afar áhugaverðar útbreiðslumyndir í Radio Mobile forriti VE2DBE.

Miklar umræður fóru fram yfir kaffibollum (og dönskum piparkökum) og síðan færðu menn sig yfir á tússtöfluna eftir að formlegu erindi lauk. Alls mættu 25 félagsmenn í Skeljanes þrátt fyrir rigningu og hvassviðri í höfuðborginni og áttu saman fróðlega og skemmtilega kvöldstund.

Stjórn Í.R.A. þakkar Guðmundi Löve, TF3GL vel heppnað og áhugavert erindi og TF3JB og TF3SB,
fyrir myndatökuna.

Sýna má áhugaverðar og nákvæmar útbreiðslumyndir í “Radio Mobile” forritinu; hér frá 4 endurvörpum.

TF3ARI skýrði m.a. frá fyrirhugaðri uppsetningu nýs FM endurvarpa í eigu TF3ML á Skarðsmýrarfjalli.

Menn hlustuðu af athygli þegar TF3GL ræddi mikilvægi næmni endurvarpa og jákvæð áhrif tónlæsingar.

Áhugaverðar umræður fóru m.a. fram um aukna möguleika með innleiðslu “kross-band” varpa á UHF.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 − eight =