,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3KX

Kristinn Andersen TF3KX flutti erindi um virkan “Faros” forritsins sem býður sjálfvirka vöktun HF-skilyrða.

Fyrsta fimmtudagserindið á vetrardagskrá félagsins 2011 var haldið fimmtudaginn 13. október. Fyrirlesari kvöldsins var Kristinn Andersen, TF3KX, og nefnist erindið: „Faros”; sjálfvirk vöktun HF-skilyrða með radíóvitum. Kristinn útskýrði vel forsendur og nytsemi “Faros” forritsins. Sem dæmi um nytsemi upplýsinganna (en skoða má útbreiðslu eftir tíðnisviðum eftir dögum aftur í tímann) gat hann þess, að við undirbúning fyrir keppnir mætti t.d. skoða skilyrðin eins og þau voru 28 dögum fyrir tiltekna keppni og nota sem vísbendingu um væntanleg skilyrði um tiltekna keppnishelgi. Kerfið notar Windows stýrikerfið (ME, 2000, XP eða Windows 7) og þarf að lágmarki 16 bita hljóðkort ásamt tengingu við viðtæki. Faros” forritið kom fram árið 2006, var hannað af kanadískum radíóamatör, Alex Shovkoplyas, VE3NEA og er ókeypis fyrir radíóamatöra.

Alls eru 18 radíóvitar (dreifðir um heiminn) sem senda upplýsingar, allan sólarhringinn, allt árið um kring.

Faros nemur sjálfvirkt móttekið merki frá radíóvitum NCDXF (Northern California DX Foundation) í 14, 18, 21 24 og 28 MHz tíðnisviðunum. Ekki er þó nauðsynlegt að hafa viðtæki fyrir öll fimm tíðnisviðin, Faros getur hæglega unnið á einu bandi (en ef það á að vakta fleiri, þarf tölva að geta stýrt viðtækinu). Faros ákveður hvort tiltekinn viti næst eða ekki, metur S/N, QSB og leiðartöfina (gefur upp LP eða SP). Forritið heldur utan um gögnin og getur líka stýrt viðtæki sem hefur hefðbundið tölvuviðmót og þannig skannað böndin (öll fimm ef vill). Útsending frá hverjum radíóavita tekur 10 sekúndur. Á þeim tíma er kallmerki sent út ásamt stuttri burðarbylgju, fyrst á 100W, þá 10W, 1W og 0,1W. “NCDXF” vitakerfið hefur verið við lýði í núverandi mynd frá árinu 1995, en lengi vel hlustuðu íslenskir radíóamatörar (sem aðrir) einfaldlega (og gera enn) eftir eyranu. Líkt og fram kemur að ofan, greinir forritið á milli “SP” og “LP” (e. short and long path). Mælingar sýna m.a. styrk merkis yfir suði og styrkbreytigar í %. Þessar upplýsingar (og fleiri) eru settar upp myndrænt fyrir notendur og eru uppfærðar reglulega. Í erindi sínu, sýndi Kristinn sýndi mjög skemmtilegar myndir þessu til staðfestingar. Meðal vöktunarstöðva sem sent hafa upplýsingar inn í kerfið er TF4M.

Ágæt mæting var á fimmtudagskvöldið þrátt fyrir hífandi rok og rigningu (22 félagsmenn). Bestu þakkir til Kristins Andersen, TF3KX, fyrir ánægjulega og fróðlega kvöldstund í Skeljanesi.

G. Svanur Hjálmarsson TF3FIN og Ari Þór Jóhannesson TF3ARI. Þeir eru báðir áhugasamir um Faros.

Kristinn Andersen TF3KX og Bjarni Sverrisson TF3GB veltu fyrir sér hinu ýmsu möguleikum sem bjóðast í Faros.

Óskar Sverrisson TF3DC og Sigurður Óskarsson TF2WIN. Sigurður sagðist hafa áhuga á að koma upp vita frá TF.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × one =