Vel heppnað fimmtudagserindi TF3ML
Fimmtudagserindið þann 18. október var í höndum Ólafs Björns Ólafssonar, TF3ML og nefndist það: Að smíða færanlegt fjarskiptavirki. Erindi Ólafs var skilmerkilega flutt og fróðlegt og leiddi hann viðstadda í líflegri frásögn í gegnum það verkefni, að festa kaup á, innrétta og útbúa 12 tonna vöruflutningabifreið sem
færanlegt fjarskiptarými.
Ólafur skýrði jafnframt, hvernig hann náði að kaupa sérbúinn 4 tonna vagn sem er tengdur aftan í vörubifreiðina með áföstum turni sem hækka má í allt að 28 metra hæð yfir jörðu. Hönnun fjarskiptavirkisins, þ.m.t. innrétting kassa vörubifreiðarinnar og breytingar á loftnetsvagninum, tóku alls tæpt ár. Fjarskiptavirkið var síðan tekið í notkun um páskana í ár.
Á þeim tíma sem síðan er liðinn, hefur Ólafur farið í 10 leiðangra á bifreiðinni, á jafn ólíka staði og upp á Bolafjall við Bolungavík, til Stórhöfða í Vestmannaeyjum og Hafnar í Honafirði. Í erindinu kom fram, að fjárhagsáætlun fyrir verkefnið var 20 milljónir króna. Tæplega þrír tugir félagsmanna mættu í félagsaðstöðuna í Skeljanesi þetta fimmtudagskvöld og hlýddu á erindið.
Stjórn Í.R.A. þakkar Ólafi B. Ólafssyni, TF3ML, fyrir áhugavert og vel heppnað erindi.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!