Vel heppnað fimmtudagserindi TF3VS
Fimmtudagserindið þann 8. nóvember var í höndum Vilhjálms Ívars Sigurjónssonar, TF3VS og nefndist það Logger32; álitamál við þýðingu og kynning forritsins. Vilhjálmur ræddi fyrst almennt um þýðingar og hversu vandasamar þær geta verið. Hann nefndi m.a. erfið orð eins og operator og rotor sem erfitt væri í raun að þýða öðruvísi en sem óperator og rótor. Þá væru fjölmörg dæmi um vel heppnaðar þýðingar, s.s. þyrping (e. cluster), rökkurlína (e. grey line) og kös (e. pile-up).
Þá tók við kynning á forritinu sjálfu og tók Vilhjálmur fjölmörg dæmi og sýndi á skjávarpanum, máli sínu til skýringar. Viðstöddum varð fljótt ljóst, að á ferðinni er afar öflugt og fjölhæft forrit. Hann sýndi m.a. hvernig hver og einn óperator getur aðlagað það eigin þörfum. Fram kom, að líklega er um að ræða fyrsta forritið af þessari tegund sem þýtt er á íslensku og að leyfishafa geta sótt það ókeypis á netið. Alls mættu 27 félagar í Skeljanes þetta vindasama fimmtudagskvöld í höfðuborginni og áttu ánægjulega og fróðlega kvöldstund.
Stjórn Í.R.A. þakkar Vilhjálmi Ívari Sigurjónssyni, TF3VS, fyrir áhugavert og vel heppnað erindi og þeim
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!