,

VEL HEPPNAÐ FIMMTUDAGSKVÖLD

Góð mæting var í félagsaðstöðuna í Skeljanesi 30. júlí.

Fjörugar umræður voru yfir kaffinu og margir að sækja bunka af QSL kortum, enda hafa tíðar og stóra sendingar borist til félagsins að undanförnu. Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikanna mætti á staðinn og upplýsti um leikana um verslunarmannahelgina, 1.-3. ágúst n.k.

Guðmundur Sigurðsson, TF3GS klifraði upp lofnetsturn félagsins og aðgætti festingar og önnur öryggisatriði og viðhaldsmál. Niðurstaðan er, að allt er í góðu lagi nema að fæðilínan efst við netið hefur skaddast við núning og þarf að endurnýja sem fyrst. Haft var samráð við Georg Magnússon, TF2LL um krítíska þætti til skoðunar. Brátt verða liðin 2 ár frá uppsetningu þessa búnaðar sem hefur staðið sig vel.

Góð sumarstemning var í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í blíðskaparveðri í vesturbænum og mættu alls 19 félagar og 1 gestur á staðinn.

Alltaf fjör við stóra fundarborðið. Frá vinstri: Tommi Laukka TF8TL, Þórður Adolfsson TF3DT, Baldvin Þórarinsson TF3-033, Erling Guðnason TF3EE, Einar KJartansson TF3EK, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Mathías Hagvaag TF3MH (fyrir enda borðs). Ljósmynd: Óskar Sverrisson TF3DC.
Guðmundur Sigurðsson TF3GS búinn að setja á sig öryggisbúnaðinn áður en hann hélt upp turninn. Gummi lét þau orð falla þegar hann kom aftur niður að þótt það þurfi að lagfæra fæðinguna í loftnetið sé greinilegt að vandað hafi verið til uppsetningar og alls frágangs þegar lofnetið var sett upp fyrir tveimur árum. Ljósmynd: Óskar Sverrisson TF3DC.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten + two =