VEL HEPPNAÐ FIMMTUDAGSKVÖLD
Góð mæting var í félagsaðstöðuna í Skeljanesi 30. júlí.
Fjörugar umræður voru yfir kaffinu og margir að sækja bunka af QSL kortum, enda hafa tíðar og stóra sendingar borist til félagsins að undanförnu. Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikanna mætti á staðinn og upplýsti um leikana um verslunarmannahelgina, 1.-3. ágúst n.k.
Guðmundur Sigurðsson, TF3GS klifraði upp lofnetsturn félagsins og aðgætti festingar og önnur öryggisatriði og viðhaldsmál. Niðurstaðan er, að allt er í góðu lagi nema að fæðilínan efst við netið hefur skaddast við núning og þarf að endurnýja sem fyrst. Haft var samráð við Georg Magnússon, TF2LL um krítíska þætti til skoðunar. Brátt verða liðin 2 ár frá uppsetningu þessa búnaðar sem hefur staðið sig vel.
Góð sumarstemning var í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í blíðskaparveðri í vesturbænum og mættu alls 19 félagar og 1 gestur á staðinn.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!