Góð mæting var í Skeljanes fimmtudagskvöldið 16. júlí.
Að venju voru fjörugar umræður yfir kaffinu. DX’inn er ætíð ofarlega á dagskrá og félagarnir sögðu frá góðum skilyrðum, m.a. niður í Kyrrahafið (KHT, ZL og VK) og til Afríku (D2 og S7). Þá voru líflegar umræður um stöðvar, tilheyrandi búnað og loftnet sem menn eiga í pöntun og um TF útileikana sem verða um verslunarmannahelgina.
Við stóra fundarborðið skoðuðu menn nýtt plakat frá DARC í stærðinni A3 með tíðniplani fyrir þýska radíóamatöra. Hugmyndin er, að útbúa slíkt fyrir okkur og fá leyfi Þjóðverjanna til að nota þeirra uppsetningu. Menn voru mjög hlynntir hugmyndinni, en það yrði bæði boðið prentað (í tveimur stærðum) og til niðurhals á heimasíðu félagsins.
Umræður stóðu fram undir kl. 23 (á báðum hæðum) þegar húsið var yfirgefið í hellirigningu þetta vel heppnaða sumarkvöld í Skeljanesi. Alls mættu 24 félagar og 1 gestur á staðinn.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!