,

Vel heppnað fimmtudagskvöld í Skeljanesi

Það kom þegar í ljós við upphaf erindisins að TF3ARI bjó bæði yfir reynslu og þekkingu á umfjöllunarefninu.

Þrátt fyrir frostkalt kvöld í Reykjavík fimmtudaginn 4. nóvember 2010, mættu 22 leyfishafar í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi til að hlýða á erindi Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF3ARI, um gervitungl radíóamatöra. Þetta yfirgripsmikla efni var sérlega vel afgreitt frá hendi Ara og þegar í upphafi var ljóst að þar fór maður sem talaði af reynslu og þekkingu á umfjöllunarefninu. Ari fjallaði m.a. um helstu gervihnetti sem senda má í gegnum frá Íslandi og benti á sérstöðu okkar (hvað varðar tilgreinda gervihnetti) til samskipta annarsvegar við Evrópustöðvar og hins vegar við stöðvar í Norður-Ameríku.

Þar sem ekki hefur verið mikil virkni frá Íslandi undanfarin misseri, segir hann mikinn áhuga vera á samböndum við TF stöðvar sem eru QRV um gervihnetti. Ari sýndi m.a. netta 5W handstöð með ca. 40 cm löngu loftneti af gerðinni TG-UV2 frá Quansheng, sem hann hefur notað til að hafa DX sambönd um AO-51 gervihnöttinn. Hann sýndi jafnframt áhugavert handloftnet sem lítur út eins og regnhlíf og brjóta má saman þannig að lítið fer fyrir þegar það er ekki í notkun (sjá mynd 1). Erindið er góður undirbúningur yfir þá félagsmenn sem hafa hug á að verða QRV gegnum gervihnetti og/eða hafa í hyggju að sækja verkleg námskeið sem eru framundan á vetrardagskránni um “Hvernig sambönd eru höfð um gervitungl”.

Bestu þakkir til Ara fyrir ánægjulega og fróðlega kvöldstund.

Höskuldur Elíasson, TF3RF; Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG; Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN; Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN; Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS; Matthías Hagvaag, TF3-035; Reynir Björnsson, TF3JL; og Einar Ívar Eiríksson, TF3ZE.

Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Benedikt Sveinsson, TF3CY; Haraldur Þórðarson, TF3HP; Guðmundur Sveinsson, TF3SG; og Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN.

Umræður héldu áfram í kaffihléi. Frá vinstri: Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI; Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS; Einar Ívar Eiríksson, TF3ZE; Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN; og Samúel Þór Guðjónsson, TF2SUT.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 + 8 =