,

Vel heppnað LotW fræðslukvöld hjá TF3Y

Í gærkvöldi hélt TF3Y Yngvi Harðarson fræðsluerindi um stafræna QSL- og viðurkenningaþjónustu sem nefnist Logbook of the World (LotW). Yngvi fór yfir hvaða hugbúnað þarf að nota, hvernig sótt er um stafræn skilríki til ARRL, hvernig kvittað er undir logskrár og þær sendar inn í LotW kerfið. Einnig sýndi Yngvi hvernig hægt er að fylgjast með DXCC stöðu sinni og sækja um viðurkenningar byggt á LotW upplýsingum, en ARRL tekur þær gildar til DXCC og WAS viðurkenningana.

Greinilegt var að fundarmönnum þótti erindið áhugavert og spennandi. Í.R.A. þakkar TF3Y Yngva fyrir að gefa sér tíma til að deila með okkur af reynslu sinni! Á myndinni má sjá Yngva sýna vefþjónustuhluta LotW.

TF3Y – LotW

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 + three =