VEL HEPPNAÐIR PÁSKALEIKAR
Páskaleikum ÍRA 2021 lauk í gærkvöldi (páskadag) kl. 18:00. Næstbesta þátttaka frá upphafi; 24 kallmerki voru skráð og 20 hafa sent dagbókarupplýsingar inn í gagnagrunn leikanna m.v. 5. apríl. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður, hélt vel utan um viðburðinn og uppfærður gagnagrunnur stóð undir væntingum.
Vel heppnuð viðbót þetta árið var innsetning endurvarpanna sem og ný tímasetning, frá kl. 18 á föstudag til kl. 18 á sunnudag, auk þess sem þátttakendur geta sótt adif skrá í gagnagrunninn sem hægt er að hlaða inn í flest rafræn dagbókarforrit.
Kerfið verður opið til að gera leiðréttingar til miðnættis sunnudaginn 11. apríl n.k. Þannig að eftir það munu endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Óhætt er að fullyrða, að röð leyfishafa í fyrstu þremur sætunum mun þó haldast óbreytt:
1. sæti. Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL (169.125 heildarstig).*
2. sæti. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY (86.800 heildarstig).*
3. sæti. Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN (71.072 heildarstig).*
(*Fyrirvari er gerður um endanlegan fjölda heildarstiga sem kann að breytast).
Þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY, umsjónarmanns Páskaleikanna fyrir vel heppnaðan viðburð, frábæran gagnagrunn og framúrskarandi gott utanumhald.
Hamingjuóskir til TF1OL, TF8KY og TF2MSN fyrir verðskuldaðan árangur sem og til félagsmanna fyrir framúrskarandi góða þátttöku.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!