,

VEL HEPPNAÐIR PÁSKALEIKAR

Páskaleikar ÍRA 2024 fóru fram helgina 3.-5. maí.  Þátttaka var ágæt, en alls voru 19 kallmerki skráð til leiks og 16 hafa sent inn dagbókarupplýsingar þegar þetta er skrifað.

Samkvæmt fyrirliggjandi tölum er niðurstaðan fyrir efstu þrjú sætin þannig:

1.  Andrés Þórarinsson, TF1AM – 141.858 heildarpunktar.
2. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY – 140.600 heildarpunktar.
3. Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN – 81.700 heildarpunktar.

Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN var „QSO kóngur“ Páskaleikanna 2024 líkt og fyrri tvö ár. Hann hafði 225  staðfest QSO í dagbók.

Kerfið verður opið til að gera leiðréttingar til kl. 18:00 sunnudagskvöld 12 maí. Eftir það munu endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Þakkir til félagsmanna fyrir góða þátttöku.

Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna. Sérstakar þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY umsjónarmanns Páskaleikanna fyrir vel heppnaðan viðburð, frábæran gagnagrunn og framúrskarandi gott utanumhald.

Stjórn ÍRA.

Andrés Þórarinsson TF1AM við vel útbúna bifreið sína í Páskaleikunum 2024.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × three =