VEL HEPPNAÐIR SUMARLEIKAR
VHF/UHF leikum ÍRA lauk í dag, 11. júlí, kl. 18:00.
Samkvæmt gagnagrunni leikanna voru 24 skráðir, en tveir til viðbótar höfðu QSO og eiga eftir að skrá sig inn og senda gögn, sem gerir alls 26 skráða sem er met skráningarfjöldi frá upphafi árið 2012.
Félagsstöðin TF3IRA var virk hluta tímans frá Skeljanesi og hafði sambönd á 2 metrum FM um endurvarpa, 2 metrum FM beint, 70 sentímetrum (FM) um endurvarpa, 70 sentímetrum FM beint og á 50 MHz (SSB) við eftirfarandi kallmerki: TF1AM, TF1EM, TF1ET, TF1GW, TF1JI, TF1MT, TF1OL, TF3E, TF3JA, TF3JB, TF3KB, TF3LM, TF3VE og TF8SM.
Þakkir til þeirra Wilhelms Sigurðssonar TF3AW, Kjartans Birgissonar TF1ET og Reynis Björnssonar TF3JL sem virkjuðu stöðina, auk þeirra Kristjáns Benediktssonar TF3KB og Mathíasar Hagvaag TF3MH sem aðstoðuðu í Skeljanesi. Jónas Bjarnason TF3JB hafði umsjón með viðburðinum.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, umsjónarmaður VHF/UHF leikanna, mun fljótlega gera grein fyrir þátttöku og niðurstöðum, en 7 dagar eru til stefnu til að setja inn upplýsingar í gagnagrunninn.
Þakkir til allra sem tóku þátt í 10. VHF/UHF leikunum 2021!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!