,

Vel heppnaðir TF útileikar um helgina.

Á þriðja tug leyfishafa tóku þátt í 32. TF útileikunum sem haldnir voru um verslunarmannahelgina. Þátttaka var frá kallsvæðum TF1, TF2, TF3, TF4, TF5, TF8, TF9 og TFØ; einvörðungu vantaði stöðvar frá kallsvæðum 6 og 7.

Bjarni Sverrisson, TF3GB.

Kristinn Andersen, TF3KX.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Líkt og undanfarin ár voru nokkrir íslenskir leyfishafar, sem eru búsettir á Norðurlöndunum, meðal þátttakenda. Skilyrðin voru nokkuð góð, en mismunandi eftir dögum (og tíma dags) eins og eðililegt er. Menn voru QRV innan sem utan settra viðmiðunartímabila þátttöku og mikið um að skipst væri á QTC’um. Flest samböndin fóru fram á tali (SSB) en verulegur hluti fór einnig fram á morsi (CW).

Bjarni Sverrisson, TF3GB, safnar saman dagbókum vegna útileikanna og fékk fyrstu dagbókina senda í tölvupósti þegar um hádegisbilið í gær (mánudag). Frestur til að skila fjarskiptadagbókum er annars til 31. ágúst n.k. Tölvupóstfang Bjarna er: tf3gb (hjá) islandia.is. Fyrir þá sem senda gögnin í pósti, er utanáskriftin: Bjarni Sverrisson, TF3GB, Hnjúkaseli 4, 109 Reykjavík.

Kristinn Andersen, TF3KX, ritstjóri CQ TF, skrifaði á póstlista félagsins í morgun: “Fyrir CQ TF væri frábært að fá línur frá einhverjum ykkar sem tókuð þátt og þá líka myndir, ef einhverjir eiga. Gott er að gera slíkt fyrr heldur en seinna, áður en fyrnist yfir helgina! Sendið mér þá á netfangið: cqtf (hjá) ira.is”.

Stjórn Í.R.A. þakkar félagsmönnum þátttökuna og hvetur menn til að skila dagbókum fljótt og vel og gleyma ekki CQ TF,
ef myndir leynast í handraðanum.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen − ten =