,

VEL HEPPNAÐIR ÚTILEIKAR

TF útileikum ÍRA 2024 lauk í dag, 5. ágúst á hádegi.

Á annan tug leyfishafa tóku þátt og voru stöðvar virkar frá öllum landshlutum, nema frá Austurlandi. Flest sambönd voru á tali (SSB) en einnig á morsi (CW). Leikarnir fóru fram á 160, 80, 60 og 40 metrum. Ánægjulegt erindi barst frá Fjarskiptastofu fyrir leikana þess efnis, að leyfishafar hefðu heimild til að nota allt að 100W í tilraunum á 60 metra bandi í leikunum.

Skilyrði til fjarskipta innanlands voru þokkaleg/léleg í gær (laugardag) en vel rættist úr í morgun (sunnudag). Félagsstöðin TF3IRA var virk báða dagana og voru alls höfð alls 72 sambönd frá Skeljanesi.

Fjarskiptadagbókum má skila með því að fylla út eyðublað á vefslóðinni https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar  Einnig má senda gögnin á stafrænu formi, t.d. adif, í tölvupósti á ira@ira.is  Frestur til að ganga frá dagbókum rennur út 7 sólarhringum eftir að leikunum lýkur.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY hefur sett upp Excel skjal fyrir dagbókafærslur fyrir útileikana í ár eins og í fyrra (2023). Þátttakendur geta sent Excel skjalið útfyllt á hrafnk@gmail.com  sem mun útbúa skriftu með adif skrá sem hann sendir beint inn í gagnagrunninn hjá TF3EK. Vefslóð er þessi: http://cloudqso.com/downloads/Utileikar.xlsx 

Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna. Sérstakar þakkir fær Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikana fyrir góða kynningu og utanumhald. Ennfremur þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY fyrir að útbúa framangreint Excel skjal.

Stjórn ÍRA.

Diamond BB-7V stangarloftnet TF4WD uppsett í fjörunni í námunda við Sauðarkrók. Ljósmynd: TF4WD.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × two =