,

Vel heppnaðir viðburðir á vetrardagskrá um helgina

Í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Yngvi Harðarson TF3Y og Sigurður Óskarsson TF2WIN.

Tvennir vel heppnaðir viðburðir á yfirstandandi vetrardagskrá félagsins fóru fram um nýliðna helgi. Annars vegar sá
Yngvi Harðarson, TF3Y um kynningu á “WriteLog” keppnisdagbókarforritinu á laugardag og hins vegar leiddi
Ársæll Óskarsson, TF3AO umræður á sunnudag með kynningu á RTTY út frá þemanu um þátttöku í keppnum.
Alls sóttu um 15 félagsmenn þessa viðburði. Glærur frá báðum erindum/kynningum verða settar á eftirfarandi vef-
svæði á heimasíðu félagsins (innan tíðar) undir ítarefni.

Ársæll Óskarsson TF3AO flutti vel heppnað erindi um þátttöku í keppnum á RTTY.

Yngvi nefndi erindi sitt WriteLog keppnisforritið og var um að ræða kynningu/hraðnámskeið fyrir hádegi laugardaginn
19. nóvember. Í samtali við Yngva eftir kynninguna kom m.a. fram að hann hafi ekki að öllu leyti verið ánægður með
kynninguna þar sem ný uppfærsla sem hann hafði sótt á netið kvöldið áður virkaði ekki fullkomlega þegar að kynningunni
kom. Yngvi sagði, að engu að síður hafi kynningin verið nytsamleg fyrir þá sem mættu. Hann sagði ennfremur að áhugi
manna virtist einkum beinast að notkun WriteLog á RTTY og PSK tegundum útgeislunar. Ánægja var með erindi Yngva
og hafa þegar borist óskir um endurtekningu og framhaldskynningu.

Ársæll nefndi erindi sitt Að hefja RTTY keppnisferilinn og var það haldið fyrir hádegi sunnudaginn 20. október. Um var
að ræða fyrstu sunnudagsopnun félagsaðstöðunnar á þessum vetri. Í samtali við Ársæl síðar sama dag kom fram, að hann
var ánægður með viðtökurnar. Það voru félagsmenn líka, sbr. eftirfarandi tölvupóst: “Framsagan hjá TF3AO s.l. sunnudag
tókst frábærlega vel. Bæði var mæting býsna góð og ekki síðra að erindið var vel undirbúið og flutt af skörgungsskap.

Bestu þakkir til þeirra Yngva Harðarsonar, TF3Y og Ársæls Óskarsonar, TF3AO fyrir vel heppnað framlag á vetrardagskrá.
Ennfremur þakkir til Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA og Jóns Svavarssonar, TF3LMN fyrir ljósmyndirnar.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one + four =