Vel heppnaður fimmtudagsfundur 14. mars
Sérstakur fimmtudagsfundur var haldinn í félagsaðstöðunni við Skeljanes þann 14. mars. Benedikt Guðnason, TF3TNT, VHF stjóri Í.R.A., hélt inngangserindi og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ,gjaldkeri félagsins annaðist fundarstjórn. Kjartan gat þess í upphafi, að fundurinn skoðaðist sem sjálfstætt framhald af VHF/UHF fundinum sem haldinn var þann 24. janúar s.l.
Ágætar umræður urðu um málaflokkinn og m.a. samþykkt, að ekki væri ástæða til að setja endurvarpann TF3RPC upp á ný á sama stað, en hann var tekinn niður vegna byggingarframkvæmda í húsinu við Hagatorg, þann 6. febrúar s.l. Hugmyndin að finna honum betri staðsetningu verði til skoðunar. Þá var það almennt haft á orði, að ekki sé þörf á að setja aftur upp endurvarpann TF8RPH við Garðskagavita (en búnaður hans var fluttur í Bláfjöll í september s.l.
eftir að elding skemmdi Zodiac stöð TF1RPB).
Ástæða þess að menn telja ekki lengur þörf fyrir endurvarpa á þessum tveimur stöðum, er fyrst og fremst vegna þess hve vel endurvarpinn í Bláfjöllum kemur út. Stjórn félagsins mun taka formlega ákvörðun um málið á á sjórnarfundi þann 26. mars n.k.
Fram kom á fundinum, að von sé á fjölgun endurvarpa í einkaeigu (en búnaður við TF3RPI er t.d. í eigu TF3ML, en er rekinn af TF3ARI). Í þessu sambandi höfðu menn nokkrar áhyggjur af tíðnimálum, taki endurvörpum að fjölga – miðað við 25 kHz tíðniniðurskiptan innan bandplansins. Hugmyndin er, að VHF stjóri geri uppkast að vinnureglum vegna endurvarpa. Að lokum var rætt um hinar ýmsu útfærslur sem koma til greina á VHF og UHF og ætlar VHF stjóri félagsins að forma þær hugmyndir og kynna síðar. Alls mættu tæpl. 30 félagsmenn í Skeljanes þetta fimmtudagskvöld.
Yfirlit yfir notkun tíðna fyrir VHF endurvarpa innan bandplans IARU Svæðis 1 m.v. 25 kHz tíðnininðurskiptingu þann 19. mars 2013. Ath. í töflunni er gengið út frá því að endurvarparnir TF3RPC og TF8RPH verði aflagðir.
Kallmerki |
QRG, inn |
QRG, út |
Afl sendis |
Nafn, QTH o.fl. |
---|---|---|---|---|
144.975 MHz | 145.575 MHz | |||
TF3RPA | 145.000 MHz | 145.600 MHz |
Unknown macro: {center}18W
|
„Pétur” Skálafell (760 m. yfir sjávarmáli) |
TF5RPD | 145.025 MHz | 145.625 MHz |
Unknown macro: {center}25W
|
„Tóti” Vaðlaheiði (550 m. yfir sjávarmáli) |
145.050 MHz | 145.650 MHz | |||
TF3RPI | 145.075 MHz | 145.675 MHz |
Unknown macro: {center}25W
|
„Ari” Reykjavík (Ljósheimar) |
TF1RPE | 145.100 MHz | 145.700 MHz |
Unknown macro: {center}30W
|
„Búri” Búrfell (670 m. yfir sjávarmáli) |
145.125 MHz | 145.725 MHz | |||
TF1RPB | 145.150 MHz | 145.750 MHz |
Unknown macro: {center}25W
|
„Páll” Bláfjöll (690 m. yfir sjávarmáli) |
145.175 MHz | 145.775 MHz |
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!