,

VEL HEPPNAÐUR FIMMTUDAGUR

Kristinn Andersen TF3KX byrjar flutning erindi sínu í Skeljanesi 3. nóvember.

Kristinn Andersen, TF3KX formaður prófnefndar ÍRA mætti í hús í Skeljanes 3. nóvember með erindið: „Amatörpróf og undirbúningur fyrir þau“.

Kristinn fór yfir amatörnámskeið ÍRA og ræddi almennt um undirbúning fyrir próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis. Hann ræddi m.a. um reglugerðina og um námsefnið og tók dæmi um efni á íslensku á heimasíðu ÍRA.

Hann ræddi um jákvæða reynslu af námskeiði ÍRA sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík í vor, bæði í stað- og fjarnámi. Fjarnámið leiddi af sér, að prófið var í fyrsta skipti haldið samtímis á þremur stöðum á landinu, sem er til þess fallið að jafna aðstöðu nemenda burtséð frá búsetu.

Kristinn fór vel yfir, ræddi og skýrði prófkröfur HAREC (Harmonised Amateur Radio Examination Certificate) sem eru notaðar hér á landi (eins og annarsstaðar í heiminum) og fram kom m.a., að amatör radíó er eina áhugamálið sem hefur réttarstöðu samkvæmt alþjóðasamningum.

Í lokin velti hann fyrir sér og ræddi hvort bæta megi amatörprófin að einhverju leyti, hvernig megi gera námsefni fyrir amatörpróf aðgengilegra og um aðrar leiðir en hefðbundin námskeið til undirbúnings fyrir amatörpróf.

Kristinn opnaði okkur sýn inn í veruleika þess sem hefur hug á að taka próf til amatörleyfis og hvernig best má undirbúa sig. Hann fór einnig yfir skyldur félagsins og stjórnvalda og fjallaði um eigin hugmyndir um þróun þessa mikilvæga verkefnis, sem próf og undirbúningur fyrir þau er.  

Sérstakar þakkir til Kristins Andersen, TF3KX fyrir fróðlegt og vel undirbúið erindi um þennan mikilvæga málaflokk.

Alls mættu 26 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld á nýbyrjuðum vetri.

Stjórn ÍRA.

Ein glærum Kristins sem kallaði á jákvæðar og skemmtilegar umræður í sal.
Mathías Hagvaag TF3MH, Árni Freyr Rúnarsson TF8RN, Kristján Benediktsson TF3KB, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og Kristinn Andersen TF3KX.
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Jón Björnsson TF3PW, Einar Kjartansson TF3EK og Georg Kulp TF3GZ.
Bernhard M. Svavarsson TF3BS og Þorvaldur Bjarnason TF3TB.
Ágúst H. Bjarnason TF3OM og Georg Kulp. Ljósmyndir: TF3JB og TF3KB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 + 15 =