,

Vel heppnaður flóamarkaður í Skeljanesi

Gott framboð var af 25W notuðum Ericsson UHF stöðvum (tveimur gerðum), auk tegunda s.s. Tait og Motorola.

Áhugavert framboð var af margskonar smíðakössum (sjá vinstra megin) og ýmsum íhlutum, m.a. frá RS.

Flóamarkaður Í.R.A. að hausti fór fram í dag, sunnudaginn 10. október 2010. Alls mættu yfir 30 manns á viðburðinn sem hófst stundvíslega kl. 11:00 árdegis og stóð yfir til kl. 16 síðdegis. Framboð var ágætt, m.a. notaðar UHF talstöðvar (í magni), mikið af smíðaefni, þ.e. íhlutum og vandaðir kassar til smíða, ýmis mælitæki m.a. 50 MHz sveiflusjá (HP), borðhljóðnemar (Yaesu), VHF magnarar (Motorola), loftnetsaðlögunarrásir (“manual”) og aukahlutir til notkunar í Yaesu FT-101ZD línuna, sem voru seldir á sérstöku uppboði, auk 7 banda Windom loftnets (41 meter) fyrir 80-6 metra og tvípóls fyrir WARC böndin, þ.e. 12, 17 og 30 metrana. Óhætt er að fullyrða að þeir sem gerðu viðskipti á flóamarkaðnum í dag hafi undantekningarlaust gert mjög góð kaup.

Góðir aflgjafar eru alltaf eftirsóttir. TF3UA skoðar hér einn 13.8V/10A af gerðinni Altai.

TF8SM skoðar “electrolytic” þétta. Í bakgrunni má sjá menn velta fyrir sér loftnetsaðlögunarrás.

Báðir vildu kaupa 19″ kassann. TF3SNN úrskurðaði: “Fyrstur kemur fyrstur fær” þannig að TF3SG fékk að kaupa.

Nýjung að þessu sinni var uppboð á völdum hlutum. TF3VS tók það hlutverk að sér og stóð sig frábærlega vel!
(Ljósmyndir: TF2JB).

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

six + 7 =