,

VEL HEPPNAÐUR SUNNUDAGUR Í SKELJANESI

Kristján Benediktsson, TF3KB mætti í Skeljanes sunnudaginn 10. desember með umræðuþemað: „Ráðstefna IARU Svæðis-1 1.-4. nóvember 2023“. Kristján er IARU/NRAU tengiliður ÍRA og var fullrúi félagsins á ráðstefnunni sem haldin var í Zlatibor í Serbíu og tók þátt yfir netið.

Fram kom m.a. að yfir 120 fulltrúar landsfélaga Svæðis 1 sótti ráðstefnuna sem starfaði í fimm vinnunefndum að viðbættum allsherjarfundum (e. plenum). M.a. voru samþykkt útgjöld til stuðnings við framtíðarmótun og nýsköpun. Einnig YL og ungmennastarfsemi, auk IARU verkefna í Friedrichshafen. Teknar voru fyrir á annað hundrað greinargerðir, tillögur og erindi landsfélaga. Fastir vinnuhópar skiluðu skýrslum. Sjá nánar vefslóðina: https://conf.iaru-r1.org/documents/  

Samþykkt WRC-23 um 23cm bandið frá 8. desember.

Í lok umræðna kynnti Kristján glænýja samþykkt WRC-23 alheimsráðstefna Alþjóða fjarskiptasambandsins ITU (International Telecommunications Union) sem starfar um þessar mundir í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Samþykktin varðar 23cm bandið (1240-1300 MHz) þar sem radíóamatörar hafa víkjandi aðgang í forgangsflokki 2.

Vegna vaxandi notkunar staðsetningartungla og fjölgunar staðsetningarkerfa á þessu tíðnisviði samþykkti síðasta ráðstefna (WRC-19) að gera úttekt á hugsanlegum truflunum, sem radíóamatörar gætu mögulega valdið. Mikil og vönduð vinna hefur verið lögð sl. 4 ár í úttektir á þessu og skrifaðar um það vandaðar skýrslur. Sjá nánar vefslóðina: https://www.iaru-r1.org/2023/23cm-band-outcome-approved-at-the-7th-plenary-meeting-of-wrc-23/

Á WRC-23 ráðstefnu ITU var síðan lögð fram lokaskýrsla (ITU-R M.2164) um útfærslu sem allir notendur ættu að geta við unað. WRC-23 samþykkti að gera þá útfærslu ekki að skyldu, heldur vísa einungis til hennar í neðanmálsgrein. IARU hefur lýst yfir mikilli ánægju með þessi málalok.

Sérstakar þakkir til Kristjáns Benediktssonar, TF3KB fyrir afar afar fróðlegan og vel heppnaðan sófasunnudag í Skeljanesi. Alls mættu 6 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes þennan ágæta sunnudagsmorgun í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Myndin er af öflugu teymi radíóamatöra sem hefur gætt hagsmuna okkar í hvívetna á ITU ráðstefnunni WRC-23 í Dubai sem hófst 20. nóvember og lýkur 15. desember n.k. Frá vinstri: ‘Jon,’ Jonathan V. Siverling WB3ERA, Paul Vincent Coverdale VE3ICV, Barry Lewis G4SJH, Flavio A. B. Archangelo PY2ZX, Bernd Mischlewski DF2ZC, Tim St. John Ellam VE6SH, Murray Niman G6JYB, Ole Garpestad LA2RR, Joel M. Harrison Sr. W5ZN, Yudi YB1PRY, Peter VK2EMR, Dale E. Hughes VK1DSH, og Roland Turner 9V1RT. Á myndina vantar ‘Ken,’ Katsumi Yamamoto JA1CJP. Ljósmynd: IARU.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 − three =