,

VEL HEPPNAÐUR SUNNUDAGUR MEÐ TF3Y

Yngvi Harðarson, TF3Y mætti í Skeljanes sunnudaginn 5. nóvember með kynningu á Reverse Beacon Network (RBN). Hreint út sagt, frábær yfirferð hjá Yngva!

Verkefnið hófst fyrir 15 árum og hefur vaxið og dafnað síðan. RBN er upphaflega sett upp fyrir morsmerki en síðar hafa bæst við fleiri tegundir útgeislunar. Þegar leyfishafi sendir út morsmerki (t.d. CQ de TF3IRA á HF böndunum) má fara inn á síðu RBN og kalla fram upplýsingar um hvar og hversu vel merkið hefur heyrst. Að jafnaði eru u.þ.b. 250 stöðvar radíóamatöra QRV um allan heim sem hlusta allan sólarhringinn árið um kring. Þetta eru dýrmætar upplýsingar, hvort heldur menn eru í loftnetavinnu, gera tilraunir af öðru tagi eða hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Yngvi fór vel í upphafið og yfir þróunina og lýsti því einnig þegar hann byrjaði með RBN þjónustuna hér á landi, en tveir leyfishafar bjóða þessa þjónustu á HF böndunum, TF3Y og TF4M. Eftir u.þ.b. klukkustundar óformlegt erindi og margar fyrirspurnir fluttu menn sig um set í fundarsalnum og Yngvi sýndi frekari upplýsingar á glærum í myndvarpanum.

Sérstakar þakkir til Yngva Harðarsonar, TF3Y fyrir afar afar fróðlegan og skemmtilegan sófasunnudag í Skeljanesi. Alls mættu 10 félagsmenn og 3 gestir í Skeljanes þennan ágæta sunnudagsmorgun í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Kristján Benediktsson TF3KB, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Benedikt Sveinsson TF3T, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Yngvi Harðarson TF3Y, Sigurður Harðarson TF3WS, Jón Már Jónsson og Þorvaldur Björnsson TF3TB.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og Yngvi Harðarson TF3Y.
Yngvi sýndi okkur margar áhugaverðar glærur sem tengjast RBN verkefninu.
Veglegar kaffiveitingar voru í boði sem hæfa kaffi á messutíma, þ.e. nýbakaðar vínarbrauðslengjur frá Björnsbakaríi og smurð rúnstykki með osti og skinku, auk þess sem súkkulaði- og vanillu kremkex fylgdi. Ljósmyndir: TF3JB og TF3KB.  
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 − two =