,

Vel heppnuð sunnudagsopnun…

Frá vinstri: TF3AO, TF3SA, TF3PPN (með afabarnið), TF3IGN og TF3GS.

Fyrsta sunnudagsopnun vetrarins var í morgun (6. desember). TF3JA byrjaði með útsendingu á Morseæfingum frá TF3IRA kl. 09:30. Um kl. 10 dró TF3SNN fram VHF/UHF loftnetin og var unnið að undirbúningi þeirra fyrir uppsetningu. TF1JI, TF3AO, TF3G og TF2JB aðstoðuðu. Guðmundur, TF3SG, kom með nýja ferðanetið sitt og sýndi okkur (sjá mynd). Það er 16 m há loftnetsstöng fest á kerru sem daga má hvert á land sem er. Eftir hádegið fóru þeir TF3GS og TF3JA síðan upp á Skálafell og skiptu um loftnet á TF3RPA sem þar með er QRV á ný. Vel heppnuð sunnudagsopnum og gott skipulag. Takk TF3SG!

TF3G, TF3SG og TF3JA skoða 16 metra hátt ferðaloftnetið (fyrir utan félagsaðstöðu Í.R.A.).

TF3SNN vinnur við frágang 2 metra Yagi loftnetsins (sem hefur 10 dB ávinning).

TF3AO vinnur við frágang 70 cm Yagi loftnetsins (sem hefur 15 dB ávinning).

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

15 − 2 =