,

VEL HEPPNUÐ VERÐLAUNAAFHENDING

Fyrsta opnunarkvöld félagsins samkvæmt nýrri fræðsludagskrá var 5. október og setti Jónas Bjarnason, TF3JB formaður ÍRA viðburðinn kl. 20:30.

Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA annaðist afhendingu verðlauna í VHF/UHF leikunum 2023 í fjarveru Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY umsjónarmanns og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður annaðist afhendingu verðlauna í TF útileikunum 2023.

Sérstakur gestur félagsins var Íris Lilliendahl, sem færði okkur kaffibrauð og kökur í tilefni þess að eiginmaður hennar, Carl J. Lilliendahl [og félagsmaður ÍRA] hefði orðið 77 ára þennan dag, en hann lést fyrir tæpum þremur árum. Þakkir til Írisar.

Erlendir gestir félagsins voru Greg Zier, KA9VDU og XYL Brenda sem eru búsett í Mcfarland í Wisconsin í Bandaríkjunum. Þetta var í annað skiptið sem þau mættu í Skeljanes, en í millitíðinni höfðu þau farið hringveginn og  voru yfir sig hrifin af af náttúru landsins.

Vel heppnað og skemmtilegt fimmtudagskvöld í Skeljanesi. Þakkir til Andrésar og Einars fyrir afbragðsgóð inngangserindi og hamingjuóskir til félagsmanna sem voru viðstaddir til að taka á móti verðlaunum og viðurkenningum fyrir þessa fjarskiptaviðburði félagsins.

Alls voru 33 í húsi (þar af 3 gestir) í Skeljanesi þetta ágæta haustkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Andrés Þórarinsson TF1AM tekur við 1. verðlaunum í VHF/UHF leikum ÍRA 2023 úr hendi Jóns Björnssonar TF3PW gjaldkera ÍRA.
Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN tekur við viðurkenningarskjali fyrir 1. sætið í fjölda QSO’a í VHF/UHF leikunum 2023. Óðinn Þór hlaut jafnframt verðlaunagrip fyrir 2. sætið í VHF/UHF leikunum og viðurkenningarskjal fyrir 3. sætið í TF útileikum ársins.
Sigmundur Karlsson TF3VE tekur við viðurkenningarskjali fyrir 2. sætið í fjölda QSO’a í VHF/UHF leikunum 2023.
Eiður Kristinn Magnússon TF1EM tekur við viðurkenningarskjali fyrir 3. sætið í fjölda QSO’a í VHF/UHF leikunum 2023.
Einar Kjartansson TF3EK tekur við viðurkenningarskjali fyrir 2. sætið í TF útileikunum 2023.
Einar Kjartansson TF3EK bregður upp tveimur viðurkenningum Hrafnkels Sigurðssonar TF8KY. Annars vegar er vandaður verðlaunaplatti, grafinn á málmplötu á viðargrunni fyrir bestan árangur og skrautritað viðurkenningarskjal fyrir 1. sætið í TF útileikum ársins. Hrafnkell fékk líka verðlaunagripinn sem sést á borðinu til hægri fyrir 3. sætið í VHF/UHF leikunum 2023.
Sérstakur gestur ÍRA 5. október var Íris Lilliendahl, ekkja Carl J. Lilliendahl TF3KJ. Hún færði félagsmönnum vandað kaffibrauð og kökur í tilefni að Carl hefði orðið 77 ára þennan dag, en hann lést fyrir tæpum þremur árum. Frá vinstri: Erling Guðnason TF3E, Íris Lilliendahl, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Einar Kjartansson TF3EK.
Hluti viðstaddra í félagsaðstöðunni sem náðust á ljósmynd. Sitjandi frá vinstri: Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK, Gísli Guðnason, Brenda Zier XYL KA9VDU, Greg Zier KA9VDU, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Sigmundur Karlsson TF3VE, Jón Björnsson TF3PW og Einar Kjartansson TF3EK. Standandi til hægri: Eiður Kristinn Magnússon TF1EM og Andrés Þórarinsson TF1AM.
Mynd af radíódóti sem Sigurður Harðarson TF3WS færði félaginu 5. október. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty + 10 =