Fyrsta opnunarkvöld félagsins samkvæmt nýrri fræðsludagskrá var 5. október og setti Jónas Bjarnason, TF3JB formaður ÍRA viðburðinn kl. 20:30.
Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA annaðist afhendingu verðlauna í VHF/UHF leikunum 2023 í fjarveru Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY umsjónarmanns og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður annaðist afhendingu verðlauna í TF útileikunum 2023.
Sérstakur gestur félagsins var Íris Lilliendahl, sem færði okkur kaffibrauð og kökur í tilefni þess að eiginmaður hennar, Carl J. Lilliendahl [og félagsmaður ÍRA] hefði orðið 77 ára þennan dag, en hann lést fyrir tæpum þremur árum. Þakkir til Írisar.
Erlendir gestir félagsins voru Greg Zier, KA9VDU og XYL Brenda sem eru búsett í Mcfarland í Wisconsin í Bandaríkjunum. Þetta var í annað skiptið sem þau mættu í Skeljanes, en í millitíðinni höfðu þau farið hringveginn og voru yfir sig hrifin af af náttúru landsins.
Vel heppnað og skemmtilegt fimmtudagskvöld í Skeljanesi. Þakkir til Andrésar og Einars fyrir afbragðsgóð inngangserindi og hamingjuóskir til félagsmanna sem voru viðstaddir til að taka á móti verðlaunum og viðurkenningum fyrir þessa fjarskiptaviðburði félagsins.
Alls voru 33 í húsi (þar af 3 gestir) í Skeljanesi þetta ágæta haustkvöld í vesturbænum í Reykjavík.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!