,

VELKOMIN Í SKELJANES 30. JÚLÍ

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 30. júlí. Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin, kaffi, te og meðlæti.

QSL stjóri félagsins tæmir pósthólfið á miðvikudag og verður búinn að flokka innkomin kort. Síðast bárust 8 kg…og því ekki ólíklegt að svipað magn berist þessa vikuna þar sem QSL stofur um allan heim eru komnar í gang á ný.

TF útileikarnir nálgast og verða um verslunarmannahelgina 1.-3. ágúst. Eintak af reglunum verður til afhendingar, þar sem þetta er síðasta opnunarkvöldið fyrir stóru helgina.

Vegna COVID-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Inngangur í félagsaðstöðuna í Skeljanesi er nú greiður og snyrtilegur eftir mikla tiltekt sem gerð var helgina 18.-19. júlí. Mynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 4 =