,

Vetraráætlun 2010, vel heppnuð námskeið 12. og 18. október

G. Svanur Hjálmarsson TF3FIN, Stefán Arndal TF3SA og Vilhjálmur Sigurjónsson TF3VS. Ljósmynd: TF3JA.

Smíðanámskeið-II var haldið í gær mánudaginn 18. október í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Verkefni kvöldsins var að setja saman viðmót (e. interface) til notkunar á milli tölvu og sendi-/móttökustöðvar, m.a. til fjarskipta á PSK31, RTTY og SSTV tegundum útgeislunar. Leiðbeinandi var (sem fyrr) Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS. Mikill áhugi var í smíðahópnum og stóðu menn ekki ekki upp frá lóðboltunum fyrr en nokkru eftir miðnætti.

Námskeið til kynningar á “Win-Test” keppnisdagbókarforritinu (það fyrra af tveimur) var haldið þriðjudaginn 12. október í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Leiðbeinandi var Yngvi Harðarson, TF3Y. Fullbókað var í námskeiðið en mest eru teknir fimm þátttakendur þar sem hluti þess er verklegur. Mikill áhugi var á efninu og yfirgáfu menn ekki Skeljanesið fyrr en klukkan var farin að halla í miðnætti.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Vilhjálmi og Yngva fyrir sérstaklega góðan undirbúning og vandaða framsetningu.

Gísli Ófeigsson TF3G; Georg Magnússon TF2LL; Jónas Bjarnason TF2JB, Stefán Arndal TF3SA, Benedikt
Sveinsson TF3CY og Yngvi Harðarson TF3Y. Ljósmynd: TF3LMN.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen + nine =