Vetraráætlun fyrir febrúar, mars og apríl 2011 er tilbúin
Vetraráætlun félagsins fyrir tímabilið febrúar-apríl 2011 liggur nú fyrir sbr. meðfylgjandi töflu. Áætlunin verður nánar til kynningar í nýju tölublaði CQ TF (1. tbl. 2011). Samkvæmt áætluninni eru alls 10 erindi í boði (jafn marga fimmtudaga), auk smíðanámskeiðs og “Win-Test” námskeiðs. Þá hefjast sunnudagsopnanir í félagsaðstöðunni á ný þann 12. febrúar n.k. Alls er um að ræða um 20 viðburði, en flóamarkaður að vori verður auglýstur sérstaklega þegar það að kemur í byrjun maí n.k. Það er skoðun undirritaðs, að afar vel hafi til tekist með skipulagningu verkefnisins, sem var í höndum Erlings Guðnasonar, TF3EE, varaformanns.
F E B R Ú A R | ||||||
Mánaðard. | Vikudagur | Viðburður | Upplýsingar | Fyrirlesari/leiðbeinandi | Tímasetning | Skýringar |
3. febrúar | fimmtudagur | Heimildarmynd | DVD mynd frá DX leiðangri í boði TF4M | Guðmundur Sveinsson, TF3SG | 20:30-22:00 | Kaffihlé kl. 21:00 |
8. febrúar | þriðjudagur | Smíðakvöld (fyrra) | Smíðakvöld C (verður kynnt síðar) | Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS | 20:00-22:30 | Skráning: ritari@ira.is |
10. febrúar | fimmtudagur | Erindi | Keppnir og keppnisþátttaka | Sigurður Jakobsson, TF3CW og Yngvi Harðarson, TF3Y | 20:30-22:00 | Kaffihlé kl. 21:15 |
13. febrúar | sunnudagur | Opið hús | Umræðuþema: Quad loftnet | Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI | 10:30-12:00 | 1. sunnudagsopnun |
15. febrúar | þriðjudagur | Smíðakvöld (síðara) | Verkefni C, framhald frá 8. febrúar | Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS | 20:00-22:30 | Kaffi á könnunni |
17. febrúar | fimmtudagur | Erindi | APRS verkefnið í höfn | Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA | 20:30-22:00 | Kaffihlé kl. 21:15 |
20. febrúar | sunnudagur | Opið hús | Umræðuþema: Að læra mors | Guðmundur Sveinsson, TF3SG | 10:30-12:00 | 2. sunnudagsopnun |
24. febrúar | fimmtudagur | Erindi | Efni erindis er til nánari ákvörðunar | Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX | 20:30-22:00 | Kaffihlé kl. 21.15 |
27. febrúar | sunnudagur | Opið hús | Umræðuþema: Fæðilínur | Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA | 10:30-12:00 | 3. sunnudagsopnun |
M A R S | ||||||
Mánaðard. | Vikudagur | Viðburður | Upplýsingar | Fyrirlesari/leiðbeinandi | Tímasetning | Skýringar |
3. mars | fimmtudagur | Erindi | Viðurkenningaskjöl radíóamatöra | Jónas Bjarnason, TF2JB og Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX | 20:30-22:00 | Kaffihlé kl. 21:15 |
6. mars | sunnudagur | Opið hús | Umræmuþema: RTTY | Ársæll Óskarsson, TF3AO | 10:30-12:00 | 4. sunnudagsopnun |
10. mars | fimmtudagur | Erindi | Loftnet sem allir geta smíðað | Andrés Þórarinsson, TF3AM | 20:30-22:00 | Kaffihlé kl. 21:15 |
13. mars | sunnudagur | Opið hús | Umræðuþema: Reglugerðarmál | Jónas Bjarnason, TF2JB | 10:30-12:00 | 5. sunnudagsopnun |
17. mars | fimmtudagur | Erindi | Efni erindis er til nánari ákvöðrunar | Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX | 20:30-22:00 | Kaffihlé kl. 21:15 |
24. mars | fimmtudagur | Erindi | Reynslan af rekstri “EchoLink” á Íslandi | Þór Þórisson, TF3GW | 20:30-22:00 | Kaffihlé kl. 21:15 |
31. mars | fimmtudagur | Erindi | Loftnet og útgeislun á lægri böndum | Henrý Arnar Hálfdánarson, TF3HRY | 20:30-22:00 | Kaffihlé kl. 21:15 |
A P R Í L | ||||||
Mánaðard. | Vikudagur | Viðburður | Upplýsingar | Fyrirlesari/leiðbeinandi | Tímasetning | Skýringar |
5. apríl | þriðjudagur | “WinTest” fyrri dagur | “WinTest” keppnisforritið | Yngvi Harðarson, TF3Y | 18:30-21:00 | Skráning: ritari@ira.is |
7. apríl | fimmtudagur | Erindi | QRV á amatörböndum erlendis? | Jónas Bjarnason, TF2JB | 20:30-22:00 | Kaffihlé kl. 21:15 |
12. apríl | þriðjudagur | “WinTest” síðari dagur | “WintestTest” keppnisforritið | Yngvi Harðarson, TF3Y | 18:30-21:00 | Kaffi á könnunni |
14. apríl | fimmtudagur | Heimildarmynd | DVD mynd frá DX leiðangri í boði TF4M | Guðmundur Sveinsson, TF3SG | 20:30-21:30 | Kaffihlé kl. 21:00 |
28. apríl | fimmtudagur | Erindi | SDR sendi-/móttökutæki | Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA | 20:30-22:00 | Kaffihlé kl. 21:15 |
73 de TF2JB.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!