Vetrardagskráin gildir til 13. desember n.k.
Yfirstandandi vetrardagskrá Í.R.A. sem nær til 13. desember n.k. var kynnt á fjölmennum fundi í Skeljanesi s.l. fimmtudag, 27. september. Jónas Bjarnason TF3JB formaður félagsins, kynnti dagskrána og kom m.a. fram hjá honum, að 21 viðburður er í boði og að alls koma 17 félagar að verkefninu.
Meðal nýjunga er, að nú verður í fyrsta skipti boðið upp á stöðupróf í morsi sem er í umsjá þeirra Stefáns Arndal TF3SA og Guðmundar Sveinssonar TF3SG. Að auki verða verða 7 fimmtudagserindi, 4 sunnudagsopnanir, 3 hraðnámskeið, árlegur flóamarkaður og sýning nýrrar DVD heimildarmyndar frá DX-leiðangrinum
til Malpelo Island, HKØNA, í febrúar 2012. Vetrardagskránni lýkur síðan með veglegu jólakaffi Í.R.A. þann 13. desember.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!