,

Vetrardagskráin gildir til 13. desember n.k.

Úr félagsstarfinu. Unnið við AlfaSpid rótor SteppIR 3E Yagi loftnets TF3IRA þann 4. febrúar 2012.

Yfirstandandi vetrardagskrá Í.R.A. sem nær til 13. desember n.k. var kynnt á fjölmennum fundi í Skeljanesi s.l. fimmtudag, 27. september. Jónas Bjarnason TF3JB formaður félagsins, kynnti dagskrána og kom m.a. fram hjá honum, að 21 viðburður er í boði og að alls koma 17 félagar að verkefninu.

Meðal nýjunga er, að nú verður í fyrsta skipti boðið upp á stöðupróf í morsi sem er í umsjá þeirra Stefáns Arndal TF3SA og Guðmundar Sveinssonar TF3SG. Að auki verða verða 7 fimmtudagserindi, 4 sunnudagsopnanir, 3 hraðnámskeið, árlegur flóamarkaður og sýning nýrrar DVD heimildarmyndar frá DX-leiðangrinum
til Malpelo Island, HKØNA, í febrúar 2012. Vetrardagskránni lýkur síðan með veglegu jólakaffi Í.R.A. þann 13. desember.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen + 7 =