,

Vetrarstarf að hefjast

Nú er vetrarstarf ÍRA óðum að taka á sig mynd.

Strax í næstu viku, fimmtudagskvöldið þann 25. september ætlar TF3Y Yngvi að halda erindi um staðfestingar á samböndum með stafrænum hætti, með aðstoð Logbook of the World. Þetta er það nýjasta í QSL málum og allir amatörar ættu að þekkja.

Fleira spennandi er á döfunni á næstunni á vegum félagsins. Þar má nefna amatör-bíó, kynningu á nýjum vef (og veflægum samskiptakerfum), fræðsluerindi og fleira og fleira. Þetta mun skýrast fljótlega.

Stjórn mun einnig á næstunni kynna nýjan vef félagsins sem hýstur verður í gagnvirku wiki kerfi ásamt því að kynna nýtt vefspjall. Þessu gætu fylgt einhverjar truflanir á vef félagsins á næstu dögum.

Allir að taka frá fimmtudagskvöldið 25. september næstkomandi!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × two =