,

VHF leikar 2017

Kæru félagsmenn og aðrir unnendur þessa frábæra áhugamáls.  Núna um helgina eru hinir árlegu VHF leikar að bresta á.  Það verður gaman, það verður fjör.
Þátttakan hefur verið frekar dræm undanfarin ár en þetta byrjaði vel 2012 þegar fyrstu VHF leikarnir voru haldnir.  Þar sigraði TF3ML örugglega með 445.521 stig, 385.030 stigum á undan TF3GL sem var í 2. sæti, .  Skv. heimildum voru 23 þáttakendur sem skiluðu loggum og hefur greinilega verið mjög gaman að vera með.
Er ekki tilvalið að heiðra 5 ára afmæli VHF leika með met þáttöku?  Upp með ækommana, jesúana, kenvúddana, báfengana, voxúngana og hvað þetta heitir allt saman.  Ungir sem aldnir, nýjir sem gamlir, allir með!!  Hvetjum nýja amatöra sérstaklega til að taka þátt.
Í tilefni 5 ára afmælis VHF leika ætlar ÍRA að prófa nýung.  Onlæn QSO/QSL vefur fyrir VHF leika 2017!!!  Þar geta þáttakendur skráð sig til leiks, skráð samböndin sín jafn óðum, fengið stigin sín útreiknuð og fylgst með stöðu sinni og annara þáttakenda.  Já, svona high score dæmi.  Það verður spennandi að kljást við að halda stöðu sinni og berjast við að feta sig upp stigalistann.  Vonum að þetta fyrirkomulag verði frekari hvatning til þáttöku.  Þessi vefur er langt frá því að vera fullkominn, enda unninn af amatör sem hefur takmarkaða þekkingu á vefforritun.  En vonandi gerir vefurinn leikinn enn skemmtilegri.
Ég er á fullu í koma VHF leika vefnum í viðunandi ástand og mun tilkynna slóðina í kvöld þannig að hann geti allavega tekið við skráningum þáttakenda.
Fjörið byrjar kl. 6 að morgni föstudags 30. júní og heldur áfram alla helgina til kl. 6 að morgni mánudags.
Nánar um fyrirkomulag er á síðu ira.is  http://www.ira.is/vhf-leikar/
Heyrumst í loftinu de TF8KY
CQTF CQTF CQTF CQVHF leikar, CQTF CQTF CQTF CQVHF leikar QRZ…….
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two + 16 =