VHF/UHF LEIKARNIR Á FULLU
VHF/UHF leikar ÍRA byrjuðu í gær kl. 18. Aðaldagurinn er í dag laugardag, en viðburðurinn verður í gangi til kl. 18:00 á morgun, sunnudag.
19 kallmerki eru skráð til þátttöku þegar þetta er skrifað – en hægt er að skrá sig hvenær sem er! Vefslóðin er: http://leikar.ira.is/2022
TF3IRA var QRV frá Skeljanesi í dag (laugardag) frá kl. 09-18. Þeir sem virkjuðu stöðina: Jónas Bjarnason, TF3JB, Jón G. Guðmundsson, TF3LM og Mathías Hagvaag, TF3MH. Félagsaðstaðan var opin á sama tíma fyrir félagsmenn og gesti og mættu alls 11 félagar og 1 gestur á staðinn.
Tökum þátt í leikunum…jafnvel þótt 1-2 klst. séu til ráðstöfunar!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!