VHF/UHF LEIKARNIR VERÐA 20.-21. JÚLÍ
Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður VHF/UHF leikanna, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 18. júlí og kynnti reglur leikanna 2019 og svaraði spurningum.
Keli byrjaði stundvíslega kl. 20:30 og sýndi okkur glærur þar sem hann fór vel yfir helstu atriði og útskýrði m.a. reitakerfið, 6 klst. regluna, QSO upplýsingar, stigagjöf og margfaldara. Þá fór hann yfir sérstaka leikasíðu sem hann hefur sett upp á netinu.
Allar upplýsingar eru á þessari vefslóð:
http://vhfleikar.ira.is/2019/?fbclid=IwAR3oXOf20J82wOJPQkljAq27RuZozuPBfhvyAnB7suRYILuERX40d5Ty20w
Keli fékk að lokum gott klapp fyrir áhugaverða, vandaða og vel flutta kynningu. Alls mættu 20 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes þetta frábæra sumarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.
Ath. VIÐBÓT 20. JÚLÍ.
QSO skráningarblað fyrir VHF/UHF leikinn.
Linkurinn reyndist brotinn í appinu. Sækið á nýja slóð hér fyrir neðan:
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!