,

Vinna utan- og innandyra í félagsaðstöðunni

Það var hress hópur sem hittist í félagsaðstöðu Í.R.A. s.l. sunnudag (30. ágúst). Hópur-1 tók að sér að skoða rótorinn við SteppIR loftnetið og var turninn m.a. felldur. Það voru þeir Sveinn Bragi, TF3SNN; Jón Gunnar, TF3PPN; Jón Ingvar, TF1JI; Yngvi, TF3Y; Bjarni, TF3GB; og Matthías, TF3-035. Hópur-2 tók að sér málningarvinnu innandyra. Það voru þeir Guðmundur, TF3SG; og Baldvin, TF3-033. (Jónas, TF2JB, fór út í bakarí og keypti sérbökuð vínarbrauð og tebollur með súkkulaðirönd til að hafa með kaffinu og tók nokkrar ljósmyndir).

Jón Gunnar, TF3PPN uppi í turninum.

Guðmundur, TF3SG með stóru rúlluna.

Baldvin, TF3-033 með litlu rúlluna.

Turninn felldur. Bjarni, TF3GB og Matthías, TF3-035 fylgjast með Sveini Braga, TF3SNN.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three − 1 =