VITA- OG VITASKIPAHELGIN 2020
Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin 2020 fer fram helgina 22.-23. ágúst n.k. Um er að ræða tveggja sólarhringa viðburð, en miðað er við að flestir sem koma til dvalar í vita, á vitaskipi eða í nágrenni vita hafi komið sér fyrir upp úr hádegi á laugardag.
Í dag, 11. ágúst, hafa tveir íslenskir vitar verið skráðir til þátttöku á heimasíðu viðburðarins:
- Knarrarósviti, ÍS-0001: Svanur Hjálmarsson TF3AB og Ársæll Óskarsson TF3AO ásamt fleirum. Knarrarósviti er staðsettur í um 5 km fjarlægð frá Stokkseyri.
- Selvogsviti, ÍS-0006: Ólafur Örn Ólafsson TF1OL. Selvogsviti er staðsettur austarlega á sunnanverðum Reykjanesskaga.
Að jafnaði eru yfir 500 tilgreind kallmerki starfrækt þessa helgi frá um 40 þjóðlöndum.
Stjórn ÍRA óskar viðkomandi góðs gengis.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!