,

VITA- OG VITASKIPAHELGIN 2022

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin er nú um helgina, 20.-21. ágúst. Einn íslenskur viti hafði verið skráður á heimasíðu viðburðarins í hádeginu í dag (15. ágúst). Það er Knarrarósviti (IS-0001) sem er staðsettur austan við Stokkseyri.

Svanur Hjálmarsson, TF3AB mun virkja kallmerkið TF1IRA um helgina.

Hann hlakkar til að sjá sem flesta félaga á staðnum og nefnir, að menn geti komið með eigin tæki og búnað og tengt við rafmagn og loftnet þar á staðnum. Svanur er með GSM númerið 837-9000 ef menn hafa fyrirspurnir.

Bestu þakkir til Svans fyrir gott framtak.

Stjórn ÍRA.

Knarrarósviti er staðsettur sunnan við Stokkseyri. Hann er sá viti sem radíóamatörar hafa oftast virkjað á vita- og vitaskipahelgi hér á landi, eða 19 sinnum frá 1998. Vitinn verður því QRV í 20. skipti þegar kallmerkið TF1IRA verður sett í loftið um helgina. Ljósmyndin var tekin árið 2005 af TF3AO.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 − three =