,

Vita- og vitaskipahelgin hefst á morgun, 21. ágúst

Vitahelgin hefst á morgun, laugardag, við Garðskagavita og er allt að verða tilbúið. Vel lítur út með veður. Stórt gasgrill verður á staðnum og geta allir fengið að nota það sem þess óska. Miðað er við að fólk hafi sjálft með sér matföng ásamt meðlæti og drykkjarföngum. Nefndin býr yfir magni af einnota diskum og hnífapörum fyrir þá sem það vilja. Gasgrillið verður tilbúið til afnota kl. 18:00. Nefndin mun reisa stóra samkomutjald félagsins á staðnum.

Kraftmikil kjötsúpa verður ókeypis í boði nefndarinnar frá kl. 12:00 á hádegi á laugardag og fram eftir degi, svo lengi sem hún endist.

Á vegnum nefndarinnar verða starfræktar tvær stöðvar undir kallmerkinu TF8IRA; önnur á CW og hin á SSB. Þær verða staðsettar í gamla vitavarðarhúsinu (örskammt frá vitanum). Þær eru opnar fyrir alla leyfishafa.

Líkt og áður hefur komið fram, er byggðasafn á staðnum og handverkssala (sem er á efri hæð í gamla vitavarðarhúsinu). Þar er í boði úrval af vörum frá handverksfólki á Suðurnesjum (alls um 70 manns). Þá er starfræktur veitingastaður og bar á staðnum (á efri hæð fyrir ofan byggðasafnið). Þaðan er frábært útsýni og er hægt að sitja úti þegar veður er gott. Á staðnum er góð aðstaða fyrir fjölskyldur, m.a. frítt tjaldsvæði og góð aðstaða fyrir hjól- og tjaldhýsi og W.C. aðstaða. Undirbúningsnefndin hvetur félagsmenn til að fjölmenna.

Garðskagaviti er 28,5 metra hár (hæsti viti landsins); reistur árið 1944. Fjarlægð frá Reykjavík er um 57 km.

Það er Ayr Amateur Radio Group í Skotlandi sem stendur fyrir Vita- og vitaskipahelgunum. Sjá hlekk: http://illw.net/

F.h. undirbúningsnefndar (TF3SNN, TF3JA og TF8SM), Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, formaður.

(Birt að beiðni TF3SNN).

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × five =