,

Vitahelgin 2014

Heldur lítil þáttaka var í Vitahelginni hér á landi þetta árið en hins vegar virðist þáttakan hafa aukist annarsstaðar í heiminum og margir nýir vitar verið virkjaðir.

Frá formanni ÍRA af ÍRApóstinum: Kærar þakkir til ykkar sem sáuð ykkur fært að koma að Knarrarósi um helgina. Mikill vindur og vindkæling gerði útiveruna frekar óþægilega en það var samt hægt að amatörast í skjóli við vitann. Rúmlega 200 QSO náðust, á CW, PSK og SSB. Á sunnudagsmorgninum komu 3 félagar úr Björgunarfélagi Hafnarfjarðar sem jafnframt eru meðlimir í íslensku Alþóða fjarskipta/björgunarsveitinni, ICE-SAR með hluta af sínum búnaði, bæði á HF og VHF ásamt loftnetum og settu upp. Bestu þakkir til þeirra. 73 de TF3HP

Myndin sýnir, Berg, Gumma og Ingólf úr fjarskiptasveitinni og Sæla, Halla og Svan eitilharða radíóamatöra með meiru. Myndina tók TF3JA sem skrapp á staðinn og þáði þetta líka ljómandi góða kaffi að því afreki loknu.

Nokkrir óboðnir ferfætlingar komu í heimsókn á laugardagsnóttina og gerðu sér aðeins of dælt við bílana en rætt var um að ef farið verður aftur á staðinn að ári væri óvitlaust að hafa með sér rafmagnsgirðingu eða elda hrossakjötssúpu.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × three =