,

Vitahelgin 2016

Vitahelgin er 19. til 21. ágúst.

Línur eru farnar að skýrast fyrir Vitahelgina og líkur á mikilli þátttöku íslenskra radíóamatöra. Eftir því sem best er vitað verða radíóamatörar við þrjá vita, Knarrarós, Garðskaga og Akranes. Upphaflega ætlaði félagið að standa fyrir virkninni á Garðskaga en nú hefur Radíóklúbbur Suðurnesja tekið að sér að sjá um samkomuna og eru allir velkomnir á staðinn. Í fyrirsvari  eru þeir TF8GX og TF8SM. Um leið og fleiri fréttir berast af dagskrá helgarinnar verða upplýsingar þar um settar hér inn.

Sem fyrri ár mun Knarrarósviti verða með á Vitahelginni 2016 og kallmerkið verður TF1IRA. Það var líklega 1998 sem félagar tóku þátt frá vitanum í fyrsta skipti og þá í fyrsta skipti sem íslenskur viti var virkjaður þessa helgi. Nokkrir þeirra sem byrjuðu á ævintýrinu hafa haldið tryggð við vitann og gera enn. Má nefna TF3AO, TF3GB og TF8HP sem og fleiri. Vænta þeir að verða með þetta árið auk fleiri. Þar má nefna fremstan í flokki Svan, TF3ABN. Hafi menn áhuga á að vera með og óski frekari upplýsinga skal bent á að hafa samband við Svan.

Garðskagaviti verður á Vitahelginni á kallmerkinu TF8RX og TF3ML ætlar að setja þar upp fjögurra staka yaka fyrir 40 metra bandið. Hefðbundin kjötsúpa verður á hádegi laugardags í boði Gulla, TF8GX og sameiginlegt grill um kvöldið, allir velkomnir. Ýmislegt fleira er í bígerð á Garðskaga um Vitahelgina og verða upplýsingar settar hér inn jafnóðum og það skýrist.

Við Akranesvita ætla nokkrir eldhugar úr röðum radíóamatöra að vera í loftinu og gera tilraunir með ýmsar gerðir loftneta.

Félagið sem slíkt mun ekki um þessa Vitahelgi standa fyrir neinni virkni en félagið á búnað sem stendur félögum til boða.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen + 9 =