, ,

Vitahelgin er framundan

Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum verða radíóamatörar í tveimur vitum á Íslandi um næstu helgi, Garðskagavita og Knararrósvita. Báðir vitarnir voru skráðir fyrir þó nokkru síðan til þáttöku. Á Garðskaga verður notað kallmerkið  TF8IRA og á Knarrarósi verður notað kallmerkið TF1IRA. Ef einhverjir fleiri ætla að virkja vita er velkomið að setja hér inn upplýsingar um það og eins líka væri áhugavert og gaman að fá frétt eftir helgina með myndum af því hvernig til tekst.

Hópar í báðum vitum bjóða öllum áhugasömum að koma og taka þátt eða bara til að spjalla yfir kaffibolla.

ÍRA getur aðstoðað með lán á búnaði og fleira, áhugasamir hafi samband við ira@ira.is, eða TF8KY í tölvupósti hrafnk@gmail.com eða síma 860 0110.

Við í stjórn ÍRA óskum báðum hópum góðs gengis á helginni og munum að hobbíið er eitt af því skemmtilegra sem hægt er að verja sínum frítima í og við erum að þessu til að hafa gaman af.

Garðskagaviti – mynd TF8VET

 

TF3AO skrifar á fésbók:

Sem fyrri ár mun Knarrarósviti verða með á Vitahelginni 2017 og kallmerkið verður: TF1IRA.
Það var líklega 1998 sem vitinn var með í fyrsta skipti og þá í fyrsta skipti sem íslenskur viti var virkjaður þessa helgi. Nokkrir þeirra sem byrjuðu á ævintýrinu hafa haldið tryggð við vitann og gera enn. Má nefna TF3AO, TF3GB og TF8HP sem og fleiri.
Hvetjum við áhugasama að hafa samband við Svan, TF3AB, óski þeir frekari upplýsinga.
Einhverjir okkar verða komnir á staðinn seinnipart föstudags, og fleiri bætast í hópinn á laugardegi.
Þegar er búið að skrá 414 vita, víðsvegar um heiminn.
73 de TF3AO

Knarrarósviti – ljósmynd TF3AO

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen + 20 =