,

VORSTEMNING Í SKELJANESI

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudagskvöldið 29. apríl.

Alls mættu 24 félagar í hús og 1 gestur – en allt gekk upp samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra um mest 20 einstaklinga í sama rými – þar sem mest voru 19 í salnum samtímis, þ.e. menn mættu og yfirgáfu staðinn  á mismunandi tíma, auk þess sem gætt var að loftræstingu.

Margir áttu QSL kort hjá kortastofunni, en kort eru nú tekin að berast á ný frá systurfélögunum um heiminn. Annars voru góðar umræður um áhugamálið, þ.á.m. batnandi skilyrði á HF auk þess sem mikið var rætt um loftnet og ný tæki. Þá sagði Sigurður Kolbeinsson, TF8TN okkur frá því sem er á smíðaborðinu hjá honum um þessar mundir. Ennfremur kom Hans Konrad Kristjánsson, TF3FG, færandi hendi með meira radíódót sem félögunum stendur til boða næstu fimmtudagskvöld.

Vel heppnaður fimmtudagur og ánægja með að í boði voru kaffiveitingar á ný þetta ágæta vorkvöld í Skeljanesi.

Hluti viðstaddra í fundarsalnum í Skeljanesi 29. apríl. Frá vinstri: Jón G. Guðmundsson TF3LM, Þór Þórisson TF1GW (standandi), Þórður Adolfsson TF3DT, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Georg Kulp TF3GZ, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Mathías Hagvaag TF3MH.
Myndin sýnir það sem eftir er af radíódótinu sem barst frá dánarbúi TF3GB í fyrra mánuði.
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG færði í hús meira radíódót fyrir félagana, þ.á.m. mælitæki frá HP og Fluke.
Leiðbeiningar voru límdar upp á vegg um að spritta hendur áður en ýtt er á pumpu á kaffidunki. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 + four =