,

WAZ fyrir TF3IRA á leið í innrömmun

Fyrsta Worked All Zones (WAZ) viðurkenningarskjal TF3IRA er nr. 8935 í “Mixed Mode” útgáfu.

Fyrsta Worked All Zones (WAZ) viðurkenningarskjal félagsins (af þremur) barst til félagsins þann
13. desember s.l. Ekki reyndist unnt að koma því í innrömmun þá vegna annríkis á innrömmunarverkstæði félagsins fyrir jólin. Nú hefur verkefnastaðan lagast og er þess að vænta að sækja megi skjalið fljótlega, finna því stað í fjarskiptaherbergi félagsins og negla á vegg, í samráði við Benedikt Guðnason, TF3TNT, stöðvarstjóra.

Það var Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, sem hafði veg og vanda af undirbúningi umsóknarinnar en
Jónas Bjarnason, TF3JB (trúnaðarmaður CQ tímaritsins vegna viðurkenningaskjala þeirra hér á landi), yfirfór kort og kom gögnum í hefðbundið umsóknarferli. Ástæða er til að taka fram, að WAZ viðurkenningarskjalið er félagssjóði að kostnaðarlausu, þ.e. CQ tímaritið felldi niður umsóknargjöld, auk þess sem annar kostnaður en án útgjalda fyrir félagssjóð. Viðkomandi eru færðar bestu þakkir.

CQ Worked All Zones Award (WAZ) viðurkenningarskjalið og mismunandi útgáfur þess eru gefnar út til radíóamatöra, sem geta framvísað gögnum sem staðfesta að þeir hafi haft sambönd við stöðvar í sérhverju 40 skilgreindra landssvæða í heiminum (e. zones). WAZ hefur verið til frá því fyrir seinni heimstyrjöld og skipast því í flokk með elstu viðurkenningarskjölum radíóamatöra. Þótt DXCC einingar (e. entities) séu vissulega þáttur sem menn þurfa að hafa í huga þegar unnið er að skjalinu, þá er áherslan fyrst og fremst landfræðileg og í því felst áskorunin. WAZ er því í flokki með erfiðustu viðurkenningarskjölum radíóamatöra sem eru í boði í dag.

Reglur fyrir WAZ hafa verið þýddar á íslensku og má lesa þær með að smella á eftirfarandi hlekk:
http://www.cq-amateur-radio.com/cq_awards/cq_waz_awards/cq_waz_rules_icelandic.pdf

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen − 13 =