WAZ og WAS fyrir TF3IRA í umsóknarferli
Mathías Hagvaag, TF3-035, hefur unnið að frágangi radíódagbóka og QSL korta félagsstöðvarinnar undanfarin misseri. Langþráðu takmarki var náð þann 20. október (2011) en þann dag voru þrjú DXCC viðurkenningaskjöl fyrir TF3IRA sótt í innrömmun og negld á vegg í fjarskiptaherbergi félagsins.
Nú hefur Mathías lokið við gerð umsóknar fyrir fyrsta WAZ (Worked All Zones) viðurkenningarskjalið svo og gerð þriggja umsókna fyrir WAS (Worked All States) viðurkenningarskjalið (þ.e. “basic”, á morsi og á tali)”. Í farvatninu eru umsóknir fyrir tvö WAZ skjöl til viðbótar, auk WPXviðurkenningaskjala.
Stjórn Í.R.A. þakkar Mathíasi fyrir að leiða þetta verkefni af dugnaði.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!