WAZ viðurkenningarskjal TF3IRA úr innrömmun
Worked All Zones Award (WAZ) viðurkenningarskjalið fyrir TF3IRA frá CQ tímaritinu var sótt í innrömmun í dag, þann 22. mars. Um er að ræða fyrsta WAZ viðurkenningarskjal félagsstöðvarinnar og er það veitt fyrir allar tegundir útgeislunar (e. Mixed Mode).
Undirbúningur er langt kominn með umsóknir fyrir tvö önnur WAZ viðurkenningarskjöl. Annars vegar fyrir sambönd einvörðungu á morsi og hins vegar einvörðungu á tali. Næsta skref er að velja nýja skjalinu stað í fjarskiptaherbergi félagsins í Skeljanesi og verður það gert í samráði við stöðvarstjóra.
Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Mathíasi Hagvaag, TF3-Ø35 og Jónasi Bjarnasyni, TF3JB, fyrir aðkomu þeirra að verkefninu, en Mathías tók saman kortin og undirbjó umsóknina og Jónas, sem er trúnaðarmaður CQ tímaritsins hér á landi, annaðist yfirferð korta og gekk frá umsókn. Þess má geta, að verkefnið er án kostnaðar fyrir félagssjóð, þar sem CQ tímaritið felldi niður umsóknargjöld og innrömmunin er færð félaginu að gjöf.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!