,

Yaesu Quadra VL – 1000

Mjög var ánægjulegt að frétta af HF magnarakaupum IRA í síðustu viku, og enn ánægjulegra að fá fréttir af því að magnarinn er kominn til landsins, uppsettur og prófaður með góðum árangri í Skeljanesinu. Af þessu tilefni langar mig að færa þeim fjölmörgu félögum okkar sem lögðu peningasöfnun fyrir magnaranum lið sl. vetur innilegar þakkir.  Alls söfnuðust kr. 328000 og voru framlög hvers og eins frá kr. 10000 og upp í kr. 40000.  Fleiri lögðu söfnuninni lið, enda þótt ekki væri um bein peningaframlög að ræða.  Þeim eru einnig færðar innilegar þakkir. Peningarnir voru millifærðir á TF3SG í apríl sl., og honum, ásamt TF2JB þáv. formanni, afhentur upplýsingalisti yfir framlögin. Svo sem kunnugt er þá var keyptur Yaesu Quadra VL-1000 magnari.  Hann mun hafa kostað um 4300 USD.  Bestu kveðjur til ykkar allra, og til hamingju.   Stefán – TF3SA

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen + 15 =