,

Yahoo Póstlisti Fluttur

Starfsemi Yahoo póstlista félagins hefur verið flutt á „groups.io“. Nýi póstlistinn er irapostur@groups.io og var opnað fyrir notkun 9. apríl. Félagsmenn (skráðir á eldri listann) eiga að hafa fengið boð um að skrá sig á groups.io

Ákvörðun um breytinguna var tekin á stjórnarfundi í ÍRA þann 4. apríl í ljósi ábendingar frá TF3AO, sem vakti athygli á hnignun þjónustu Yahoo listans. Stjórn félagsins þakkar Sæla gott frumkvæði svo og fyrir að annast flutning listans í nýtt umhverfi.

Yahoo listinn sem nú hefur verið lokað hafði gagnast félaginu í nær 16 ár, en var upphaflega stofnaður af TF5B í október 2002.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five + four =