,

Yngvi, TF3Y, verður með fimmtudagserindið

Yngvi Harðarson, TF3Y

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í Skeljanesi fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Yngvi Harðarson, TF3Y, með erindi sitt: „Logbook of the World” (LoTW);
hvar og hvernig?

Yngvi mun m.a. kynna hvernig leyfishafar bera sig að við að skrá kallmerki sitt inn í gagnagrunninn.
Hann mun einnig sýna hvernig farið er að því að senda dagbókargögn til ARRL og síðan hvernig menn fletta upp í eigin gögnum í fjarskiptadagbókinni í grunninum. Samkvæmt upplýsingum frá ARRL eru nú um 57 þúsund leyfishafar skráðir LoTW.

Ljóst er, að verulegur sparnaður er því samfara að senda gögn til LoTW, en sumir ná allt að 30% “nýtni” sem fer vaxandi með hverju árinu. Miðað við að það kosti 15 krónur að prenta hvert QSL kort og síðan 9,50 krónur að senda það í bureau’inu, getur sparnaðurinn orðið verulegur.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta stundvíslega. Kaffiveitingar.

Vefslóð á heimasíðu ARRL: http://www.arrl.org/logbook-of-the-world

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 + two =