,

YOTA KEPPNIN 2021; ÚRSLIT

YOTA keppnin 2021 (3rd. Round) fór fram 30. desember. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA virkjaði TF3YOTA frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Hún hafði 187 sambönd. Heildarpunktar voru 25.724.

Alls voru sex keppnisflokkar í boði. Elín keppti í einmenningsflokki á 3 böndum (20-40-80M) og varð í 77. sæti af 368 stöðvum sem sendu inn gögn í þessum flokki.

Þetta var þriðji hluti YOTA keppni ársins 2021. Fyrsti hlutinn fór fram 22. maí, annar 18. júlí og loks 30. desember. TF3YOTA var ekki virkjuð í þeim tveimur fyrri á árinu.

YOTA verkefnið „Youngsters on the air“ er sameiginlegt verkefni landsfélaga radíóamatöra innan IARU. Verkefnið hófst árið 2018 og hefur ÍRA hefur tekið þátt frá upphafi. Það eru þau Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi félagsins og YOTA verkefnisstjóri og Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN, aðstoðarverkefnisstjóri YOTA sem hafa annast starfræksluna.

Hamingjuóskir með árangurinn!

Stjórn ÍRA.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ tók þátt í 3. hluta YOTA keppninnar 30. desember 2021 frá TF3YOTA í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

thirteen − 3 =